laugardagur, 11. janúar 2014

Á MÁNUDAGINN!!

Jæja það er alveg að koma að þessu og loksins að verða að veruleika. Fyrir þá sem vita ekki hvert ég er að fara eða hvað ég er að fara gera, þá er ég ásamt 7 örðum stelpum á leiðinni í hjálparstarf í Indlandi og Afríku. Við erum c.a. 3 vikur í Indlandi og 5 vikur í Afríku. Við verðum í Suður-Indlandi og Kenya og Tanzaníu í Afríku. Við munum vera að hjálpa til á barnaheimilum, skólum, elda mat og það sem vantar að gera.


Ég hef ákveðið að reyna blogga smá meðan ég er úti svo þið sem hafið áhyggjur af mér getið fylgst með mér og líka fyrir þá sem hafa áhuga á að vita hvað ég er að gera. Mér fannst tilvalið að búa til eitt undirbúningsblogg.
Ég er búin að fara í allar sprautur og kaupa allt sem ég þarf, en hinsvegar er ég ekki byrjuð að pakka, á eftir að þvo helling af fötum og taka til í herberginu mínu, en þetta vonandi reddast allt á morgun, já ég er alltaf á síðustu stundu.

Allavegana þá fljúgum við til London á mánudagsmorgun, gistum á Heathrow hostel og fljúgum svo áfram til Indlands morguninn eftir, með millilendingu í 1,5 klst í Qatar. Síðan fljúgum við til Afríku 7.febrúar og komum svo heim til Íslands 12.mars.



Við erum tvo dagar í Chennai áður en við byrjum í verkefninu. Við erum yfirleitt í fjóra daga í hverju verkefni og síðan fáum við tveggja daga frí yfirleitt þar sem við meigum ráða hvað við viljum gera. Okkur er skipt niður í hópa og 3-3-2 og við förum í mismunandi verkefni síðan hittumst við alltaf á hosteli um helgar (það er þó misjafnt hvernær helgarnar eru) en þá mun ég reynda að fara á internet-kaffi og reyna blogga og setja inn myndir.

Mér er farið að hlakka alveg mjög mikið til en líka smá kvíðinn, ég hlakka til að þurfa ekki að gera mig fína á hverjum degi, komast aðeins af þessu landi og vera ekki með iphoninn á sér og komast aðeins í sólina.
Ég verð ekki internet tengd nema bara um helgar, þannig ég verð ekki virk á facebook, snapchat og instagram.




Smá undirbúningur í gangi. Annars segi ég bara bless bless Ísland, sjáumst eftir tvo mánuði :)


Engin ummæli:

Skrifa ummæli